Mannorðsmorð sjálfstæðismanna

Að fylgjast með Birni Inga Hrafnssyni undanfarna daga hefur verið eins og að sitja framhaldsnámskeið í pólitík og PR málum.  Greinilegt er að þar fer maður sem hefur mjög gott vald á hvoru tveggja og ljóst að honum hefur farið mikið fram á síðustu misserum.  Á sama hátt hafa sjálfstæðismenn í borginni hagað sér eins og þeir væru að kenna námskeið um hvernig ekki á að haga sér í pólitík og hvernig alls ekki á að umgangast fjölmiðla.  Hvort sem menn eru sammála Birni Inga og hans pólitík eða ekki verður að segjast að hann hefur spilað snilldarlega úr þeirri hönd sem hann sat uppi með fyrir aðeins viku síðan.

Í Silfri Egils minntist Björn Ingi hins vegar á það að hann hafi verið ítrekað varaður við því þegar hann ræddi stjórnarslit, að hann yrði að vera búinn undir þau vinnubrögð sem sjálfstæðismenn myndu beita.  Allt yrði gert til að sverta mannorð hans og allt yrði tínt til svo gera mætti hann sem tortryggilegastan í augum almennings.  Þessi vinnubrögð held ég að margir þekki.  Að minnsta kosti eru þau alþekkt hér í Eyjum.  Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili fékk heldur betur að finna fyrir því þegar hann sleit samstarfi við sjálfstæðismenn og endaði það með því að fyrirtæki hans varð gjaldþrota og hann hrökklaðist burt úr bænum eigna- og ærulaus.  Hér í Eyjum hefur nefninlega enginn grætt á því að vera á annarri skoðun en íhaldið.  Hafi menn aðra skoðun er þeim best að þegja yfir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Kvitt fyrir lesningu!

kv.

Sveinn Hjörtur , 14.10.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæll Sigurður. Þetta er allt rétt hjá.En það er fleira, traust manna á milli í Sjálfstæðisflokknum  og virðing virðist ekki hafa verið mikil.Þetta eru hlutir sem þið Framsóknarmenn ættuð nú eitthvað að kannast við.Stanslaus undirróður gegn formanni Framsóknarflokksins á síðasta kjörtímabili var fyrst og fremst orsökin að ósigri Framsóknarflokksins, sá sem hefði átt að stöðva þann undirróður var varaformaður flokksins.Og framsóknarmenn á miðsuðurlandi virðast ekkert geta lært.Nú ráðast þeir gegn Birni Inga.Þeir heimtuðu prófkjör í suðurkjördæmi, og fengu til þess dyggan stuðning úr Vestmannaeyjum.Og ég vil segja, lugu sig inn á þing, með stuðningi suðurnesjamanna.Engum hér á suðurnesjum datt í hug að þeir færu að berjast gegn álveri í Helguvík ásamt því að tala gegn stefnu flokssins í sjávarútvegsmálum sem þið framsóknarmenn í Vestmannaeyjum gerið reyndar líka.

Sigurgeir Jónsson, 14.10.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Ritstjóri

Sæll Sigurgeir,

Ekki man ég betur en Hjálmar Árnason hafi hvað ákafast talað fyrir opnu prófkjöri hér á Suðurlandi.  Og ekki man ég betur en að hann teljist til Suðurnesjamanna.  Sýn þín á Framsóknarflokkinn hefur oft verið æði furðuleg og ekki verður hún skiljanlegri með þessum pistli.

Ritstjóri, 14.10.2007 kl. 15:51

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú segir að Hjálmar Árnason hafi talað fyrir opnu prófkjöri.Eins og þú veist þá varð níðurstaðan sú að prófkjörið var ekki haft opið.Vildir þú opið prófkjör, og af hverju var það ekki haft opið, Ef þér finnst að ég hafi skrýtna sýn á Framsóknarflokknum. þá get ég upplýst þig um það að ég botna ennþá minna í sýn ykkar framsóknarmanna í misuðurkjördæmi á hvernig helst sé að endurreisa Framsóknarflokkinn.Þið virðist halda að það sé best gert með ófriði að hætti sturlunga, sem virðast vera ykkar fyrirmynd, og ganga gegn stefnu flokksins sem var samþykkt á landsfundi 

Sigurgeir Jónsson, 14.10.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Ritstjóri

Jæja Sigurgeir minn, ekki er það ætlunin að fara að munnhöggvast við þig hér í athugasemdadálkinum.  Hins vegar er það alveg á hreinu að Hjálmar talaði mikið fyrir prófkjöri og helst vildi hann hafa það alveg opið, en raunin varð að prófkjörið var fyrir flokksbundna.  Hinsvegar var nóg að skrifa undir inntökubeiðni á kjörstað, svo opnara getur "lokað" prófkjör varla orðið.

Hvað varðar ófrið innan flokksins væri gaman að sjá einhvern rökstuðning frá þér fyrir gífuryrðunum.  Ég veit ekki betur en mesti óróinn hafi einmitt verið í kringum flokkinn á höfuðborgarsvæðinu.  Þú mættir gjarnan nefna dæmi um annað máli þínu til stuðnings.

Sama mættirðu reyndar gera hvað varðar endalausar fullyrðingar þínar um að ég eða aðrir Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi tölum gegn stefnu flokksins.  Þessar upphrópanir þínar eru að verða ansi þreytandi.

Ritstjóri, 14.10.2007 kl. 17:17

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það á að vera hlutverk forystu í flokkum að sjá til þess að menn vinni eftir stefnuskrá flokksins.Það duldist engum á síðasta kjörtímabili að þáverandi varaformaður átti erfitt með að vinna eftir mótaðri stefnu.Hann var ekki á höfuðborgarsvæðinu, en hans fylgismenn voru þar og héldu uppi ófriði, og áttu dyggan stuðningsmann í norðvesturkjördæmi.Nú virðist eiga að endurtaka leikinn.Vonandi verða ófriðarseggirnir hreinsaðir út með nýrri forystu svo ég og fleiri getum farið að kjósa Framsóknarflokkinn.

Sigurgeir Jónsson, 14.10.2007 kl. 20:47

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í 10 mánuði fyrir kosningar sagði þáverandi formaður Framsóknarflokksins að mótuð hefði verið sú stefna í stóriðjumálum, að það væri ekki á hendi stjórnvalda að segja fyrir um, hvar væri virkjað  eða hvar álver væri reyst.Eftir kosningar segir núverandi formaður að ekki skuli rísa álver í Helguvík. Þetta kalla ég að ljúgja sig inn á þing og tala gegn stefnu flokksins sem var samþykkt á landsfundi hans.

Sigurgeir Jónsson, 14.10.2007 kl. 21:03

8 Smámynd: Ritstjóri

Í fyrsta lagi, hvernig átti varaformaðurinn erfitt með að vinna eftir mótaðri stefnu?  Enn hefurðu ekki komið með eitt einasta dæmi um það.  Hverjir voru svo fylgismenn hans á höfuðborgarsvæðinu sem héldu uppi ófriði?

Í öðru lagi, hvenær hefur núverandi formaður sagt að ekki skuli rísa álver í Helguvík?  Getur þú bent á það?

Ekki er það ætlun mín að halda uppi vörnum fyrir Guðna Ágústsson, hann er fullfær um það sjálfur, en á meðan þú kemur ekki með nein dæmi sem styðja fullyrðingar þínar er lítið mark á þeim takandi. 

Ritstjóri, 14.10.2007 kl. 23:57

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Halldór Ásgrímssson var formaður Framsóknarflokksins í 12 ár.Áður var hann varaformaður.Hann hefði varla sífellt verið endurkjörinn ef hann hefði ekki fylgt stefnu flokksins.Guðni Ágústsson fór ekki í felur með það að hann hefði aðra sýn á það hver ætti að vera stefna Framsóknarflokksins.Málið er það að sérstök stefna Guðna Ágústssonar hefur aldrei verið samþykkt á landsfundi Framsóknarflokkssins.Stefna Kristins H.Gunnarssonar var aldrei samþykkt heldur.

Þú vilt að ég komi með nöfn óróaseggja.Ég tók þátt í prófkjöri framsóknarmanna í R.Vík. suður. Sem dæmi um fylgismann Guðna sem ekki sætti sig við úrslit prófkjörsins er Anna Kristinsdóttir.

Þingflokkur Framsóknarflokksins sendi nýverið frá sér samþykkt um að álver á Bakka við Húsavík skuli hafa forgang.Það álver verður í fyrsta lagi komið í gang 2014.Álver í Helguvík verður komið í gang 2010 ef ekki verður farið eftir þessari samþykkt Framsóknarflokksins.Þessi stefna þingflokksins var ekki á stefnuskrá fokksins fyrir kosningar eins og ég hef aður sagt.Guðni Ágústsson er í þessum þingflokki og er þar að auki formaður flokksins, svo maður skyldi ætla að eitthvað sé hlustað á hann þegar kemur að samþykktum

Sigurgeir Jónsson, 15.10.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband