Er Johnsen utan vallar?

Árni Johnsen fer mikinn í grein í Morgunblaðinu í dag.  Þar segir hann að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar (sem hann styður), séu dónaskapur og lítilsvirðing við landsbyggðina.  Hann finnur aðgerðunum allt til foráttu og notar sinn alþekkta ritstíl og orðaval til að hrauna yfir samflokksmenn sína í ríkisstjórninni.

Johnsen kemur að vísu ekki með neinar tillögur um hvað hann hefði viljað gera öðruvísi heldur segir bara að "stokka verði spilin upp á nýtt", "gera úttekt á málinu", "taka á af festu og myndarskap" og "setja nýjan hrygg í málið", hvað svo sem það nú þýðir.

Það sem er kannski merkilegast við þessa grein Johnsens er að í henni kristallast það sem bent var á í aðdraganda alþingiskosninganna.  Johnsen er einangraður í eigin þingflokki, rúinn völdum og áhrifum.  Hann hefur engin áhrif á stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar og hefur ekkert að segja um málefni Vestmannaeyja.

Hann er ekki einusinni samstíga meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, sem halda vart vatni yfir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og hvetja hana til að halda áfram á sömu braut.

Svo notað sé íþróttamál má segja að Johnsen hafi verið settur út úr liðinu og ekki bara það.  Hann er ekki á bekknum og ekki einu sinni uppi í stúku.  Hann virðist bara vera víðsfjarri vellinum í einhverjum allt öðrum leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband