Tapa Eyjamenn, hvernig sem fer?

Greinilegt er að harkaleg átök eiga sér stað um Vinnslustöðina, einn stærsta einstaka vinnuveitandann í Vestmannaeyjum.  Staðan er alvarleg, því fyrirtækið á umtalsverðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið.  Eigendur Stillu, Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, segjast að vísu stefna að því að byggja upp öflugt sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum, en væntanlega munu þeir ekki hugsa sig tvisvar um fái þeir gott tilboð í kvótann, sama hvaðan það kemur.  Þannig sjáum við hvernig atvinnulífið á Flateyri umturnaðis á einni nóttu fyrir stuttu.

En jafnvel þótt heimamönnum tækist að halda völdum í fyrirtækinu verður það þeim dýrt.  Þurfi þeir að kaupa upp 50% hlutabréfa í Vinnslustöðinni á meira en 8,5 á hlut, mun það kosta þá að lágmarki 6,5 milljarða króna.  Það eru 6500 milljónir.  Og þeir peningar eru ekki ókeypis.  Þurfi að taka alla þá peninga að láni kostar hvert vaxtaprósent 65 milljónir króna á ári og þá á eftir að borga af lánunum.  Takist heimamönnum að fjármagna þessi kaup má því búast við að þeir muni greiða sér arð úr félaginu sem nemur að lágmarki vaxtagreiðslum og afborgunum af þessum lánum, og þeir peningar verða ekki notaðir í fjárfestingar í Eyjum.

Þó stór hluti núverandi hluthafa sé búsettur í Eyjum og kaupverð hlutafjárins skili sér því til þeirra, er samt alls ekki gefið að þeir fjármunir verði fjárfestir aftur hér í Eyjum.  Þannig þekkjum við hvernig ýmsir eigendur útgerðarfélaga hér í Eyjum hafa nýtt hagnað fyrirtækja sinna til að fjárfesta í fyrirtækjum uppi á landi og út um heim.  Þó þeir séu margir hverjir duglegir við að styrkja ýmsa starfsemi hér í Eyjum er ljóst að fjármagnstekjur af fyrirtækjarekstri og fjárfestingum í Reykjavík eða Lúxemborg skila ekki miklu til samfélagsins hér.

Því er ljóst að hvort sem Stilla ehf. eða Eyjamenn ehf. vinna kapphlaupið um Vinnslustöðina verður það félaginu dýrt.  Og það mun verða Eyjamönnum öllum dýrt.  Hverfi kvóti fyrirtækisins fá Eyjum er ekki víst að bæjarráð Vestmannaeyja sjái ástæðu til að álykta sérstaklega gegn sértækum aðgerðum í sjávarútvegi, eða fagna frjálsu framsali kvóta.


mbl.is Leggja fram 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina en heimamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er hræðslan við þá sem ekki eru fæddir og uppaldir í sama póstnúmeri að tröllríða öllum?

Fannar frá Rifi, 31.5.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband