Höldum hreinsunardaginn undir Eyjafjöllum

Árlegur hreinsunardagur verður í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag, 1. maí. Bæjarstjórn hefur lýst yfir vilja sínum til að aðstoða nágranna okkar undir Eyjafjöllum eins og frekast er unnt. Því legg ég til að hreinsunardagurinn verði haldinn undir Eyjafjöllunum og að Eyjamenn leggi þannig nágrönnum sínum lið í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.

Þegar hafa félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja ásamt fleirum lagt á sig mikið og óeigingjarnt starf undir Eyjafjöllunum undanfarna daga, en betur má ef duga skal. Bæjarstjórn getur haft forgöngu um að stefna þeim félagasamtökum sem árlega taka þátt í hreinsunardeginum upp á land, auk þess að semja við Flugfélag Vestmannaeyja, eða Eimskip um ferðir á Bakka eða í Þorlákshöfn, auk rútuferða á staðinn. Þá getur bærinn einnig lagt til verkfæri og áhöld til verksins.

Þannig gætum við Eyjamenn sýnt vilja okkar í verki og stutt við nágranna okkar í þeim miklu hörmungum sem þar ganga yfir.

(Aths. ritstjóra: Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og tæknisviði hefur hreinsunardagurinn verið færður til 8. maí. Telji menn það betra væri hægt að færa hreinsunardaginn fram aftur og nýta þennan almenna frídag til björgunarstarfa  uppi á landi. Annars væri hægt að nýta þessa auka viku til frekara skipulags, ef þörf krefur.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ritstjóri

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og tæknisviði hefur hreinsunardagurinn verið færður til 8. maí. Held það væri ekki vitlaust að færa hann fram aftur og nýta þennan almenna frídag til hreinsunarstarfs uppi á landi. Annars væri hægt að nýta þessa auka viku til frekara skipulags, ef þörf krefur.

Ritstjóri, 25.4.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband