10.1.2007 | 21:43
Titringur á D-listanum?
Einhver titringur virðist orðinn milli Árnanna á D-listanum. Mathiesen boðar fund í kvöld og hefur ekki haft fyrir því að bjóða Johnsen. Samkvæmt Eyjafréttum hefur Johnsen boðið sjálfum sér á fundinn og verður gaman að heyra hvernig andrúmsloftið verður. Ritstjóri er því miður staddur á Norðureynni, en mikið gæfi hann til að vera fluga á vegg í Ásgarði í kvöld. Vona að fyrrverandi sjávarútvegsráðherra verði nú ekki heilsað að sjómannasið fyrir dónaskapinn.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 21:39
Flokksþing - ný dagsetning
Athugið að flokksþing Framsóknarflokksins hefur verið fært til 2. og 3. mars.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 21:33
Guðni með fund
Heldur hefur jólafrí Framsóknarblaðsins orðið lengra en ætlað var. Við vonum að dyggir lesendur hafi notið hátíðanna og hlaðið batteríin fyrir átökin á þessu kosningavori. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins hélt góðan fund á Kaffi Kró í fyrrakvöld. Fundurinn var vel sóttur og voru þar fjörugar umræður, m.a. um byggðamál og samgöngur.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 10:59
Jólablað
Jólaútgáfa Framsóknarblaðsins fór í dreifingu í dag og ætti að hafa skilað sér inn á öll heimili í Vestmannaeyjum fyrir kvöldið. Þar má meðal annars finna greinar eftir séra Kristján Björnsson, Guðna Ágústsson varaformann Framsóknarflokksins og Kára Bjarnason handritasérfræðing. Fyrir þá sem ekki fá blaðið heim má nálgast það á pdf formi hér fyrir neðan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2007 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 18:07
Jólahugvekja
Þó enn sé deilt um hvort maðurinn sé kominn af öpum eða skapaður í núverandi mynd eru flestar kirkjur kristinnar trúar farnar að viðurkenna að þróun hafi átt sér stað og að nútímamaðurinn hafi ekki sprottið fram fullskapaður. Ef við gefum okkur að kenning raunvísindanna sé rétt og við séum afrakstur milljarða ára þróunar vaknar spurning sem ég tel ekki síður merkilega. Hvenær urðum við menn?
Meðvituð um framtíð okkar
Margir líta svo á að það að forfeður okkar gátu beitt þumlinum á móti hinum fingrunum og þannig beitt verkfærum með mikilli nákvæmni, marki upphaf mannkyns. Aðrir hafa bent á að þetta sé sameiginlegt öllum mannöpum og jafnvel öðrum dýrategundum og því ekki einstakt fyrir okkur. Þá er bent á þá staðreynd að við erum meðvituð um okkur sjálf og sögu okkar og fortíð. Þó hafa rannsóknir m.a. á górillum og sjimpönsum sýnt að þær tegundir virðast skynja tilveru sína og sjálfa sig sem einstaklinga ekki svo ólíkt okkur. En við erum líka meðvituð um framtíð okkar.
Líf handan dauðans
Þessi skilningur okkar á framtíðinni greinir mannkynið frá öðrum dýrategundum. Við vitum að á endanum deyjum við öll. Í framhaldinu hafa svo óhjákvæmilega vaknað upp vangaveltur um hvað sé handan við dauðann. Þaðan er stuttur vegur í trú á líf eftir dauðann. En hvenær vaknaði þessi skilningur okkar? Þó erfitt sé að finna því nákvæman stað í sögunni, má leiða rök að því að tengja megi hann við upphaf greftrana og grafsiða. Fyrstu merki um að maðurinn trúi á einhvers konar líf eftir dauðann má finna í gröfum Neandertals manna sem voru uppi fyrir 25-200.000 árum síðan. Neandertals menn bjuggu vandlega um hina látnu og grófu með þeim verkfæri og mat sem bendir til að þeir hafi talið þá þurfa á þessum hlutum að halda eftir dauðann.
Reiði guðanna eða uppsafnaðar rafhleðslur?
Sú hugmynd að til séu æðri máttarvöld sem hafi áhrif á umhverfi okkar með aðferðum sem við skiljum ekki er þannig a.m.k. tuga þúsunda ára gömul. Í raun hefur því verið haldið fram að mannlegt samfélag eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án þessarar trúar á æðri máttarvöld. En hluti af þróun okkar er síaukinn skilningur á heiminum, eðli hans og uppruna. Í þrumuveðrum hnipruðu forfeðrar okkar sig saman við eldinn, fylgdust með eldingunum út um hellismunnann og veltu fyrir sér hvað þeir hefðu gert til að kalla yfir sig reiði guðanna. Við vitum að eldingar stafa af uppsafnaðri rafhleðslu í skýjunum og setjum upp eldingarvara sem leiða hleðsluna örugga leið niður í jörðina. Þá teljum við okkur jafnvel skilja að mestu hvernig þróunin sjálf vinnur og höfum með tækni sameindalíffræðinnar greint genin, þær einingar sem náttúruval Darwins verkar á.
Er pláss fyrir Guð?Þegar við horfum á alla þá þekkingu sem við höfum aflað okkur og öll þau vísindi sem útskýra það sem forfeður okkar litu á sem æðri máttarvöld, hlýtur að vakna upp spurningin um hvort eitthvað pláss sé eftir fyrir trúarbrögð og Guð. Kjarninn í öllum stærstu trúarbrögðum heimsins er kærleikur og umhyggja. Hvort við trúum því að þessi kærleikur og umhyggja birtist okkur í Guði almáttugum, syni hans Jesú, spámönnum hans, þeim Múhameð og Móse, eða bara í okkur sjálfum skiptir kannski þegar allt kemur til alls ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er hvernig við notum boðskap þeirra.
Notum gjafir okkar til góðs
Við höfum hugaraflið til að skilja framtíðina og tækni og vísindi til að móta hana. Við getum lesið í rúnir umhverfis- og náttúruvísinda og spáð fyrir um, með nokkurri vissu, hvað næstu ár og áratugir munu bera í skauti sér. Við höfum þekkingu og fjármagn til að brauðfæða allt mannkynið og lækna flesta þá sjúkdóma sem á okkur herja. Allt aðgreinir þetta okkur frá nánustu ættingjum okkar á þróunartrénu. En höfum við vitsmunina til að nota þessar gjafir okkar?
Kjarni jólanna, þessa samofna siðar heiðni og kristni, fæðingu nýrrar sólar í formi frelsara mannkyns er einmitt áminning til okkar mannanna að nota þessar gjafir okkar til góðs.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 14:13
Fljótum við sofandi að feigðarósi?
Á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag var lögð fram fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2007. Í greinargerð bæjarstjóra segir að “…að því gefnu að vel verði að verki staðið er framtíð okkar björt”. Það verður að segjast eins og er að þær niðurstöðutölur sem lagðar voru fram á fundinum gefa tæplega ástæðu til mikillar bjartsýni. Gert er ráð fyrir alls 164 milljóna halla á samstæðunni og er þá ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum. Það er því ljóst að ekki verður ráðist í neinar framkvæmdir á vegum bæjarins á næsta ári, nema fyrir lánsfé.Þá heldur skuldastaða bæjarins áfram að versna. Þannig eru tekin ný lán uppá tæplega 340 milljónir á meðan afborganir af eldri lánum eru sléttar 310 milljónir. Skuldir bæjarins eru þannig að hækka og ef einhverjar framkvæmdir verða á árinu hækka skuldirnar væntanlega enn meira sem því nemur.
Síðustu misseri hefur farið fram mikil vinna við að koma böndum á rekstur bæjarins. Þær aðgerðir hafa verið sársaukafullar, en nauðsynlegar þar sem fjárhagsstaða bæjarins var orðin slík eftir 13 ára valdatíma Sjálfstæðismanna að Eftirlitsnefnd sveitarfélaganna var að því komin að taka yfir rekstur bæjarins. Þannig gerði fjárhagsáætlun ársins 2006 ráð fyrir að skuldir bæjarins yrðu greiddar niður um rúmar 60 milljónir króna.
Með þeirri fjárhagsáætlun sem nú hefur verið lögð fram virðist snúið af braut ábyrgrar fjármálastjórnar. Áframhaldandi hallarekstur og skuldasöfnun eru staðreynd og reynt að breiða yfir með tali um nýyrðið “mannúðleg rekstrargildi” og fjölskyldurekstur. Þessi gildi voru Elliða Vignissyni og Arnari Sigurmundssyni svo sannarlega ekki ofarlega í huga þegar þeir lögðu fram tillögur um hagræðingu í rekstri í september í fyrra. Þessi gildi voru þeim heldur ekki ofarlega í huga þegar þeir sögðu upp starfsmönnum í áhaldahúsinu og gerðu fleiri breytingar á starfskjörum almennra starfsmanna í nafni hagræðingar.
Fjölskyldureksturinn var þeim hins vegar ofarlega í huga, nú þegar kom að því að standa við uppsögn rekstrarstjóra Hraunbúða. Þá var bærinn aftur orðinn að því fjölskyldufyrirtæki sem hann hefur ávalt verið undir stjórn Sjálfstæðismanna. Sú staðreynd að rekstrarstjórinn er í innsta hring flokkseigendafélags D-listans í Eyjum og hefur gegnt fyrir hann ótal trúnaðarstörfum í gegnum tíðina hefur að sjálfsögðu ekki haft áhrif á þessa ákvörðun. Nei, fjölskyldupólitík D-listans er ekki rekin á neinum flokkspólitískum nótum.
Eftir að hafa hælt flokksbróður sínum, Sturlu Böðvarssyni, fyrir að ætla loksins að koma sér að því að taka ákvarðanir um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar, sem við höfum beðið eftir um árabil, gat bæjarstjóri samt ekki á sér setið að hnýta í heilbrigðis- og tryggingaráðherra í næsta orði. Hann segir þar að “…samkvæmt lögum er það ríkið sem ber ábyrgð á málefnum aldraðra. Það ber að veita fé til þessa málaflokks í samræmi við þarfir hverju sinni og ótækt að sveitarfélög þurfi að hlaupa undir bagga.”
En staðreyndin er sú að fjárframlög ríkisins til Hraunbúða árið 2007 hækka um tæp 25%, eða tæplega 50 milljónir og um tæp 50%, eða 70 milljónir frá árinu 2005. Það er skiljanlegt að bæjarstjóri vilji verja “fjölskylduna”, enda á hann allt sitt undir henni. Hins vegar er ódýrt að ætla að skella skuldinni á ríkisvaldið, sem virðist hafa teygt sig ansi langt á síðustu misserum við að rétta af slæman rekstur Hraunbúða.
Því miður virðist “nýr” meirihluti D-listans við sama heygarðshornið og greinilegt að þrátt fyrir stórfelldar hreinsanir á framboðslistanum fyrir síðustu kosningar er það sami gamli D-listinn sem er kominn aftur til valda. Og hugtakið ábyrg fjármálastjórn hefur ekki enn ratað inn í nýyrðasafn hans.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 18:53
Til hamingju Framsókn!
Elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins er 90 ára í dag. Megi hann halda áfram að styrkja íslensk stjórnmál og byggja upp velferðarríkið Ísland um ókomna tíð.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 10:24
Enga fatlaða á bæjarstjórnarfund, takk fyrir!
Enn ætlar bæjarstjórn að funda á Byggðasafninu, þrátt fyrir að safnið uppfylli ekki kröfur bæjarmálasamþykktar um aðgengi fyrir fatlaða. Auglýsing þess efnis birtist í bæjarblöðunum í dag. Það verður fróðlegt að sjá hvort ætlunin er að halda áfram að brjóta samþykktina á þennan hátt og jafnframt hvaða grein samþykktarinnar verður næst fyrir barðinu á bæjarstjórn. Það er að minnsta kosti ljóst að ferlimál fatlaðra eru ekki hátt skrifuð hjá bæjarstjórninni.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2006 | 12:08
Góður pistill Péturs Gunnarssonar
Bendi á góðan pistil Péturs Gunnarssonar þar sem hann fjallar um vafasaman feril Einars K. Guðfinnssonar sem sjávarútvegsráðherra og ábyrgð Geirs H. Haarde á verkum hans. Skyldulesning!
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2006 | 12:08
Bakkafjara 47, jarðgöng 15.
Í nýrri frétt á mbl.is er greint frá niðurstöðum könnunar Samgönguráðuneytisins á ferðavenjum sem gerð var í mars síðastliðinn. Þar kemur eftirfarandi fram um ferðavenjur Eyjamanna og skoðanir þeirra á samgöngumálum:
“Spurt var um ferðamáta í könnuninni. Þar kom m.a. fram, að um 86% Vestmannaeyinga sögðust yfirleitt nota Herjólf þegar þeir færu til lands. Um 47% Vestmannaeyinga leist best á ferju til nýrrar hafnar við Bakka sem framtíðarkost í samgöngumálum, 29% vildu hraðskreiðari ferju til Þorlákshafnar, 8% bætta flugþjónustu til Reykjavíkur, 1% nefndu flug til Bakka og 15% vildu aðra kosti þ.e. jarðgöng.”
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)