Lögfræðiaðstoð vs Marshallaðstoð

Heldur virðist ritstjóri hafa verið fljótur á sér að hvítþvo Kristján Möller eftir afsökunarbeiðni hans til Einars Hermannssonar, skipaverkfræðings.  Nú er komið á daginn að sú afsökunarbeiðni virðist aðeins hafa komið fram eftir hótun um lögsókn vegna ummæla ráðherrans.  Greinilegt er að lögfræðingur ráðherrans hefur ráðlagt honum að biðjast afsökunar fremur en tapa meiðyrðamáli fyrir dómi.  Ráðherrann hefði betur þegið þau ráð fyrr, í stað þess að þiggja ráð aðstoðarmanna um að þrjóskast við og neita að viðurkenna mistök sín.  Hefði hann gert það strax væri málið lílegast dautt og grafið.

Það er kaldhæðni örlaganna að Kristján Möller skuli sitja uppi með svartapétur í Grímseyjarferjumálinu.  Maðurinn sem hvað harðast gekk fram í gagnrýni á ráðherra og stjórnsýslu fyrir kosningar er nú maðurinn sem ekki aðeins heldur hlífiskildi yfir lögbrjótum heldur er eiginlega orðinn holdgerfingur klúðursins í kringum þessa blessuðu ferju.  Það er greinilegt að annað hvort hlustar ráðherrann ekki á ráðgjafa sína í þessu máli, eða hann ætti að leita sér nýrrar aðstoðar.


mbl.is Afsökunarbeiðni í skugga málsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband