Afhroð í Reykjavík

Þá er kosningum lokið að þessu sinni.  Ljóst er að þetta er versta útreið sem Framsóknarflokkurinn hefur hlotið í sögunni.  En það er samt athyglisvert að varla er hægt að tala um afhroð nema á Suð-Vestur horninu. 

Í Norðvesturkjördæmi tapar flokkurinn aðeins um 3 prósentustigum en missir mann.  Í Norðaustri tapar Framsókn að vísu 8 prósentustigum og einum manni, en hafa ber í huga að í síðustu kosningum vann Valgerður Sverrisdóttir gríðarlegan sigur, sem var svo stór að kom jafnvel bjartsýnustu Framsóknarmönnum á óvart.  Í Suðurkjördæmi tapar flokkurinn um 5 prósentustigum, en heldur sínum tveimur mönnum.  Í þessum þremur landsbyggðarkjördæmum er flokkurinn þannig með á bilinu 18-25 prósent fylgi.

Það er síðan í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem flokkurinn bíður afhroð, og fylgistapið í Kraganum er einnig verulegt, þó Siv hafi náð að halda sínu sæti og vinna ákveðinn varnarsigur.  Það er því umhugsunarefni að þrátt fyrir gríðarlega áherslu flokksins á að afla fylgis á höfuðborgarsvæðinu, á kostnað landsbyggðarkjördæmanna, stendur þar varla steinn yfir steini.  Við hljótum því að líta til þeirra sem leitt hafa flokkinn í Reykjavík og velta því fyrir okkur hvort ekki sé kominn tími til að taka taumana úr þeirra höndum. 

Flokkurinn þarf að leita upprunans í þeirri endurreisn sem framundan er.  Hann er í eðli sínu félagshyggjuflokkur með áherslu á bætt lífskjör og aukna atvinnu um land allt.  Ekki hægrikrata flokkur, fastur í 101-Reykjavík með hausinn ofan í kaffibollanum dreymandi um ESB.  Það er kominn tími til að allir flokksmenn átti sig á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Björnsson

Svolítið spauglilegt að tala um "nema á Suð-Vesturhorninu".  Búa ekki um 70 landsmanna á því horni? 

Gunnar Björnsson, 13.5.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Ritstjóri

Það eru að vísu ekki nema um 64 prósent kjósenda sem búa í kjördæmunum þremur á SV-horninu.  Sé samt ekki hverju það breytir.  Þeir framsóknarmenn sem leitt hafa starfið í Reykjavík hafa bara ekki verið að fiska.  Þannig fáum við samanlagt tæp 14.000 atkvæði í landsbyggðarkjördæmunum, en aðeins um 7.500 á SV-horningu og þar af tæpan helming í Kraganum.

Ritstjóri, 13.5.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Gunnar Björnsson

Þetta átti að vera 70% landsmanna!

Gunnar Björnsson, 13.5.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband