Íhaldið í Eyjum við sama heygarðshornið

Enn þráast íhaldið í Eyjum við og heldur uppi njósnum í kjördeildum.  Maður hélt sannast sagna að þessi ógeðfelldi siður væri úr sögunni, en hér halda íhaldsmenn áfram að berja hausnum við stein.  Það er ljóst að lítið er við þessu að gera, því í kjörstjórn í Eyjum hefur íhaldið meirihluta og formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi er sýslumaðurinn í Eyjum, einnig valinkunnur íhaldsmaður.  Því er ljóst að þó kært verði ef íhaldið heldur því til streitu að keyra upplýsingar úr kjördeildum saman við skrár sínar í Ásgarði, mun kjörstjórn úrskurða þeim í hag og þeir halda uppteknum hætti jafnvel þótt kært verði áfram til yfirkjörstjórnar.  Þá má búast við að yfirkjörstjórn taki tímann sinn í að fara yfir kærur og því hafi íhaldið í raun frítt spil hér í Eyjum.

Þetta er ljótur blettur á annars fallegum degi.  Megi Eyjamenn sem aðrir Íslendingar eiga góðan dag.  Ritstjóri mun a.m.k. ekki láta þessi sovésku vinnubrögð íhaldsins í Eyjum skemma fyrir sér daginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband