9.5.2007 | 21:47
Johnsen fer mikinn
Árni Johnsen fer mikinn í grein á eyjar.net í dag vegna sjúkraflugsins. Þar fylgir hann línunni úr Valhöll og Ásgarði, að kenna Framsókn um allt sem miður fer í þessari ríkisstjórn. Í grein sinni heldur Árni því fram að innan heilbrigðisráðuneytisins sé unnið hörðum höndum að því að koma sjúkraflugi Eyjamanna í hendur Mýflugs og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Telji Árni sig hafa heimildir fyrir að unnið sé að slíku innan heilbrigðisráðuneytisins hefur hann greinilega aðra heimildarmenn en æðstu menn ráðuneytisins, því þeir hafa ekki heyrt af slíkum hugmyndum.
Það er staðreynd að Eyjaskelfirinn ógurlegi, Björn Bjarnason hefur unnið að því hörðum höndum að afla Landhelgisgæslunni aukinna verkefna til að standa undir mikilli útþenslu hennar og aukin þátttaka í sjúkraflugi er liður í því. Með flugvél staðsetta í Eyjum er ekki þörf á að nýta Gæsluna nema að litlu leiti í sjúkraflug hingað og því er það mikið hagsmunamál gæslunnar og Björns að tryggja að þyrlurnar hafi næg verkefni. Og þegar kemur að dómsmálaráðherra hljóta spor hans hér í Eyjum að hræða. Á móti má benda á að Siv Friðleifsdóttir tryggði stóraukin fjárframlög til Hraunbúða í tíð sinni í félagsmálaráðuneytinu og hefur beitt sér fyrir endurskoðun á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunarinnar, auk þess að vinna að því að tryggja áframhaldandi veru sjúkraflugvélar í Eyjum.
Við getum því valið hvort við treystum betur, orðum Árna Johnsen eða verkum Sivjar Friðleifsdóttur. Það ætti ekki að vera erfitt val.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Helstu tjónvaldar í sögu byggðar í Eyjum:
1. Björn Bjarnason
2. Tyrkjaránið
3. Eldgosið á heimaey 1973
Held að ekki sé hallað ná neinn í þessari upptalningu - Eina málið er að Björn er enn að - viljum við að svo verði áfram?
Gísli Foster Hjartarson, 10.5.2007 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.