Hvar er Elliði?

Það má nú margt segja um bæjarstjórann okkar, en ekki að hann sé fjölmiðlafælinn maður.  Hann hefur enda verið duglegur við að koma bænum okkar á framfæri, en ekki síður hvesst sig ef honum hefur þótt á okkur brotið.  Nú ber hins vegar svo við að ekki heyrist hósti né stuna í bæjarstjóranum vegna sjúkraflugsins.  Áreiðanlegar heimildir herma að Eyjaskelfirinn ógurlegi, Björn Bjarnason, sé að undirbúa yfirtöku landhelgisgæslunnar á neyðarflugi til Eyja og þar með verði engin sjúkraflugvél staðsett í Eyjum.

Miðað við ramakveinin sem Elliði rak upp þegar hann taldi sig geta kennt heilbrigðisráðuneytinu um slælega þjónustu í sjúkrafluginu, er einkennilegt að nú skuli hann halda sig kyrfilega til hlés.  Það skyldi þó ekki vera að Björn Bjarnason og Valhallargengið hefðu náð að múlbinda bæjarstjórann málglaða fram yfir kosningar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Spakmæli dagsins:   

   Að tala gætilega er oft meira virði en ræðusnilld.
     

Þorkell Sigurjónsson, 9.5.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband