Fundargerð bæjarráðs breytt

Fyrir fáeinum dögum birti ritstjóri hér færslu vegna máls sem rætt var á bæjarráðsfundi þann 17. apríl síðastliðinn.  Þar var bókað eftirfarandi:

7.      200704091 - Trúnaðarmál

Bæjarráð samþykkir að ljúka greiðslu vegna ábyrgða í tengslum við Áhugafélagið Húsið með greiðslu kr. 1.160.826.

Ritstjóri gerði athugasemdir við að málið væri fært sem trúnaðarmál og sendi í kjölfarið erindi til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs þar sem farið var fram á upplýsingar um málið.  Var ritstjóra bent á að senda formlegt erindi til bæjarráðs þar sem um væri að ræða trúnaðarmál.

Vegna anna í kosningabaráttu hefur dregist að senda erindi til bæjarráðs, en þegar ritstjóri settist niður rétt í þessu til að setja það saman komst hann að því að fundargerð bæjarráðs hefur verið breytt.  Nú hljómar sami liður á þessa leið:

7.      200704091 - Samningsumleitanir vegna skuldar Áhugafélagsins Hússins við Glitni.

Bæjarráð samþykkir að ljúka greiðslu vegna ábyrgða í tengslum við Áhugafélagið Húsið með greiðslu kr. 1.160.826

Það er því vonandi að bæjarráð geti brugðist skjótt við erindi ritstjóra og afhent öll gögn varðandi málið, svo hægt verði að upplýsa bæjarbúa um í hvað íhaldið er að eyða skattpeningunum þeirra.

Viðbót:

Eins og réttilega er bent á í athugasemd hlýtur að vera ólöglegt að breyta fundargerðum eftirá á þennan hátt, þegar ekki er aðeins búið að undirrita þær, heldur einnig að samþykkja þær á fundi bæjarstjórnar eins og gert var við þessa fundargerð.  Bæjarráð hlýtur því að skulda okkur Eyjamönnum skýringar á þessum vinnubrögðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmfríður Sveinsdóttir

Bíddu nú við --- er þetta ekki einn ólöglegra að breyta fundargerð? Voru menn ekki búnir að skrifa undir? Eða eru fundargerðir sveitarfélagsins bara svo cirka? Þú verður að halda áfram og fá skýringar á þessu.

Kveðja- úr Norð-vestri

Hjálmfríður Sveinsdóttir, 7.5.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Ritstjóri

Jú, ég hefði haldið það.  Engin hætta á öðru en ég haldi þeim við efnið.

Ritstjóri, 7.5.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband