4.5.2007 | 13:23
Hvað hafa Eyjamenn gert íhaldinu?
Blekið var varla þornað á glansmyndunum af bæjarfulltrúum og frambjóðendum íhaldsins þegar fréttir bárust af enn einni atlögu íhaldsins að okkur hér í Eyjum. Enn á ný er það dómsmálaráðherrann sem vegur að okkur. Ritstjóri hallast helst að því að Björn hafi orðið fyrir einhverju áfalli á þjóðhátíð fyrir margt löngu því hann lætur einskis ófreistað að berja á okkur Eyjamönnum. Nú ætlar hann að hafa af okkur sjúkraflugið.
Eftir því sem læknar og sjúkraflutningamenn í Eyjum staðhæfa er ætlun dómsmálaráðuneytisins að sjá til þess að hætt verði að staðsetja sjúkraflugvél í Eyjum. Þess í stað skal sinna bráðatilfellum með þyrlu ofan af landi og er Björn þar væntanlega að skaffa nýju þyrlusveitinni sinni aukin verkefni og meira fjármagn. Þá er ætlunin að sinna öllu öðru sjúkraflugi til Eyja með flugvél sem staðsett verður á Norðurlandi!
Við framsóknarmenn munum berjast gegn þessum fyrirætlunum íhaldsins með kjafti og klóm og hafa til þess stuðning heilbrigðisráðherra. Ritstjóri væntir þess að bæjarstjórinn okkar láti líka vel í sér heyra og láti dómsmálaráðherra vita það að við svona vinnubrögð verði ekki unað. Illar tungur væna hann reyndar um að hafa ætlað að sitja á málinu fram yfir kosningar, en því trúir ritstjóri ekki að óreyndu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef stundum haldið að títtnefndur Björn Bjarnason sé svarinn andstæðingur Eyjamanna. Var það ekki hann sem í fyrsta stað færði Stýrimannaskólann úr stað af Eyjunni! Var hann ekki að reyna að klóra í mannafla Karls Gauta! og svo þetta núna...hhhhmmmmm hugsið ykkur ef hann yrði gerður að samgönguráðherra! .... eigum við Eyjamenn ekki betra skilið fyrir að vera íhaldsb...
Gísli Foster Hjartarson, 6.5.2007 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.