3.5.2007 | 21:08
Af Baugsmálum
Það er nú að bera í bakkafullan lækinn að ætla að ræða Baugsmál. Samt getur ritstjóri ekki orða bundist. Eftir áralanga rannsókn, hundruða milljóna króna útgjöld og 94 ákæruliði standa eftir 5 liðir og samtals 12 mánuðir skilorðsbundnir fyrir einn kreditreikning. Og hverjum dettur í hug að skjólstæðingar Sjálfstæðisflokksins, þeir Haraldur Johannessen og kumpánar þurfi að bera nokkra ábyrgð. Hvað þá haninn á haugnum við Sölvhólsgötuna.
Annars hafa hugtökin rétt og rangt og sekt eða sakleysi nú lengi vafist fyrir íhaldinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.