29.4.2007 | 20:10
Frábær dagur
Kosningaskrifstofan í Eyjum var opnuð með viðhöfn á fimmtudagskvöldið. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra klippti á borða kl. 18 og opnaði þannig formlega framtíðar heimili okkar Framsóknarmanna í Eyjum. Að loknum ræðuhöldum var öllum boðið í grill og var undirritaður orðinn vel reyktur upp úr 8 um kvöldið eftir að hafa grillað heilan lambaskrokk og hátt í hundrað pylsur ofan í gesti og gangandi.
Næstu vikuna verður kosningaskrifstofan opin milli 16 og 18 virka daga og 13-16 næstu helgi og eru allir velkomnir í kaffi og spjall.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.