Hvaða ábyrgðir eru þetta?

Í fundargerð frá síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar er að finna athyglisverða færslu.  Hún hljómar svo: 

7.      200704091 - Trúnaðarmál

Bæjarráð samþykkir að ljúka greiðslu vegna ábyrgða í tengslum við Áhugafélagið Húsið með greiðslu kr. 1.160.826

Hér vakna ýmsar spurningar.  Er hér um að ræða ábyrgðir sem bærinn gekkst í?  Ef svo er, hverjar voru þær.  Og ef um er að ræða ábyrgðir bæjarins, hvers vegna er málið merkt trúnaðarmál?

Ef ekki er um að ræða ábyrgðir bæjarins, hvaða ábyrgðir er þá um að ræða og hvers vegna er bærinn að greiða þær?  Og hvers vegna er það trúnaðarmál?

Í öllu falli er einkennilegt að farið skuli með það sem trúnaðarmál að bærinn sé að láta af hendi rúmlega eina milljón króna.  Bæjarbúar hljóta að eiga heimtingu á að vita um hvað málið snýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmfríður Sveinsdóttir

Æi Siggi vertu ekki að pirrast yfir þessu.

Þetta eru bara ógreiddir pólitískir reikningar frá sumum aðal- og varamönnum í síðustu bæjarstjórn. Þú veist að þegar menn vinna vel þá geta þeir líka skammtað sér  það sem þeir þurfa. Þetta hefur greinilega staðið útaf og auðvitað á bærinn að borga eða er það ekki?

Hjálmfríður Sveinsdóttir, 24.4.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Ritstjóri

Þú átt við að stundum sé nauðsynlegt að bærinn hlaupi undir bagga með "góðu fólki"?

Ritstjóri, 24.4.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband