Hver er að snuða börnin og gamla fólkið í Eyjum?

Á síðasta fundi Skólamálaráðs var tekið fyrir erindi Eyglóar Harðardóttur vegna verðs á skólamáltíðum hjá Vestmannaeyjabæ.  Vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum um síðustu mánaðamót hefði mátt búast við samsvarandi lækkun á þeim máltíðum sem bærinn selur, jafnt til skólabarna sem eldri borgara.  Í svari ráðsins kemur fram að forsendur þess að bærinn lækki sé að "verð á aðkeyptum matvælum og hráefni lækki."  Jafnframt segir ráðið að það hafi ekki gerst nema að óverulegu leiti.

Það er náttúrulega ansi merkilegt að fulltrúar okkar, sem eiga að gæta hags bæjarins, skuli ekki ganga eftir því að birgjar skili þeim lækkunum sem þeim ber í vörum og þjónustu sem þeir selja bænum.  Og það er ekki síður merkilegt að bærinn virðist ekki ætla að skila þeim fjármunum sem þó sparast til þeirra sem nýta þjónustuna, þ.e. barnafjölskyldna og ellilífeyrisþega.   Svona eiga menn ekki að hegða sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband