22.3.2007 | 20:06
Nú skal efla Rannsóknasetrið - Loksins, loksins
Á báðum fréttamiðlum Eyjanna er í dag vitnað í blogg bæjarstjórans, þar sem fram kemur að búið er að skipa starfshóp til að vinna að eflingu Rannsókna- og fræðasetursins við Strandveg. Loksins, loksins segi ég nú bara. Setrið var sett á stofn í október árið 1994 og verður því 13 ára á þessu ári. Þegar setrið var sett á stofn var vissulega um frumkvöðlastarf að ræða og miklar væntingar um uppbyggingu vísindastarfs á þess vegum.
Því miður er raunin sú að minna hefur orðið úr en efni stóðu til. Setrið hefur lítt náð að vaxa á þessum bráðum 13 árum og enn eru aðeins 1.5 stöðugildi á vegum HÍ og þær stofnanir og fyrirtæki sem þó hafa þar starfsemi eru ein- til tvímenningsútibú sem lítið bolmagn hafa til að dafna í þessu umhverfi. Þá hefur skort á framtíðarsýn og stefnumótun og því hefur verið erfitt að fá samstarfsaðila og fjármagn að uppbyggingunni.
Vonandi heyrir það allt til bóta með þessum nýja starfshópi því ekki veitir af því að fá svolítinn kraft og eldmóð niður á Strandveg til að keyra starfsemina upp úr hjólförunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.