Frumhlaup í fréttaflutningi

Á vef Eyjafrétta í dag er frétt um stýrihóp þann sem nú er að störfum vegna aldursskiptingar Grunnskóla Vestmannaeyja sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn.  Í fréttinni segir að 1. til 5. bekkur verði  í Hamarsskóla og 6. til 10. í Barnaskóla.  Jafnframt segir að stýrihópurinn sé sammála skólastjórnendum um skiptinguna.

Nú er það svo að stýrihópurinn hefur aðeins haldið tvo fundi síðan hann hóf störf og langt í land með að hann skili af sér niðurstöðum.  Jafnframt er ljóst að engar ákvarðanir hafa verið teknar um við hvaða aldur skiptingin verði og þaðan af síður hvernig skipt verði milli starfsstöðva.  Þá er mikil vinna í gangi hjá kennurum beggja starfsstöðva hvað varðar framtíðarskipulag skólans og sýnist þar sitt hverjum.

Ekki veit ritstjóri hvaðan Eyjafréttir hafa sínar heimildir, því fundargerðir stýrihópsins er ekki að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.  Það er hinsvegar ljóst að vinna stýrihópsins er á viðkvæmu stigi og margar hugmyndir á lofti sem eftir er að vinna úr.  Því er fréttaflutningur á borð við þann sem kemur fram á Eyjafréttum í dag varhugaverður og ekki til eftirbreytni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband