24.2.2007 | 13:30
Klofningur í Sjálfstæðisflokknum
Það er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í herðar niður þegar kemur að samgöngum til Vestmannaeyja. Forysta flokksins, með Sturlu Böðvarsson í fararbroddi hefur útilokað jarðgöng til Eyja, en stór hluti flokksins í Eyjum, með Árna Johnsen í fararbroddi (en hann kemur fram í boði Magnúsar Kristinssonar) blæs á Bakkafjöru og neitar að ræða annað en göng. Og milli steins og sleggju situr meirihlutinn í bæjarstjórn. Ekki mega þeir móðga Sturlu, því þá hættir Sturla (og forystan) að tala við þá og ekki mega þeir heldur móðga Árna (og Magnús), því þá hættir stór hluti baklandsins í Eyjum að styðja við bakið á þeim.
Það er ljóst að meirihlutinn í bæjarstjórn verður í erfiðri stöðu fram á vorið því samgöngumál verða væntanlega mál málanna í kosningabaráttunni, a.m.k. hér í Eyjum, og þar veit meirihlutinn hreinlega ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.