Öldungurinn allur

Nú er um það bil að ljúka merkum kafla í atvinnusögu Vestmannaeyja.  Um þessar mundir er unnið hörðum höndum við að rífa grafskipið sem þjónað hefur höfninni um áratuga skeið.  Skipið var smíðað í Danmörku, sérstaklega fyrir Eyjamenn og kom það hingað árið 1929.  Það átti því tvö ár í áttrætt á þessu ári.  Nú hefur það hlotið sömu örlög og fjölmörg önnur menningarverðmæti okkar Eyjamanna, sem horfið hafa til feðra sinna á.  Svo er spurning hvort betra sé að fornminjar fái skjótan dauðdaga með því að verða rifnar í brotajárn, eða taki mörg ár að grotna niður í vanrækslu og volæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband