Gróusögur

Bæjarstjórinn okkar í Eyjum, hann Elliði Vignisson er farinn að blogga.  Er það virðingarvert framtak og verður gaman að fylgjast með þessu alter egói bæjarstjórans næstu misseri.  Hann fer mikinn í síðustu færslu sinni þar sem kjaftasögur og slúður eru umfjöllunarefnið.  Eins og flestir Eyjamenn vita er bæjarstjórinn okkar sérfróður um Gróusögur og hefur meira að segja haldið námskeið á vegum Visku, símenntunarstöðvar þar sem meðal annars er farið í uppbyggingu, dreifingu og viðhald á slíkum sögum.

Eitthvað virðast þó vopnin snúast í höndunum á bæjarstjóranum á leið hans í gegnum þessa bloggfærslu sína.  Pistill hans þróast svo að þegar honum lýkur liggur helmingur bæjarbúa Vestmannaeyja undir grun um að útbreiða sögur um bæjarstjórann.  Hann segir aðeins að þar eigi í hlut; "[kona] sem hafði horn í síðu mína vegna ákvarðana sem ég átti þátt í".

Þá eru allir þeir sem titla sig ritstjóra vændir um að vera fótgönguliðar í einhverju meinsæri gegn bæjarstjóranum; "þar með eru komnir fótgönguliðar (og ritstjórar ;) til að breiða út boðskapinn".  Ekki það að undirritaður hafi tekið þetta til sín.

Ég held að bæjarstjórinn sé haldinn óþarfa vænisýki vegna þessa símtals frá ónefndum blaðamanni (aftur liggja allir blaðamenn undir grun).  Getur ekki bara verið að einhverjir bæjarbúar sakni skelegga kennarans úr Framhaldsskólanum og vilji bara fá hann aftur uppeftir?  Ég held að flestir geti verið sammála um að þar stóð hann sig vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skrítin túlkun og tilraun til að afskræma ágætann pistil hjá Elliða um gróusögu eina.

 Hvernig þú færð það út að helmingur bæjarbúa liggi undir grun að útbreiða sögum er ég ekki að skilja þar sem í pistli Elliða stendur :

"Til að mynda hafði ég nokkuð gaman af því núna fyrir nokkrum dögum þegar því var haldið fram á bloggsíðu að ég hefði aldrei lokið neinu námi enda væri ég frekar illa gefinn (fyrir því var borin fyrrverandi samstarfskona mín úr FÍV). Þessu var haldið fram af konu sem hafði horn í síðu mína vegna ákvarðana sem ég átti þátt í."

Þú vilt þá meina að allar konur í Eyjum haldi úti bloggsíðu og jafnframt haldi því fram á síðunum sínum að Elliði hafi ekki lokið neinu námi og væri frekar illa gefinn??

Nei, ég verð bara að segja að ég skil ekki þennann pistil hjá þér, en mér er þó kannnski huggun harmi því Íslendingar virðast yfir höfuð ekki skilja Framsóknarfólk (fyrir utan 3.9%) og Framsóknarfólk skilur ekki Íslendinga.

Stones (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 14:07

2 identicon

Eftir að hafa lesið þennan pistil þinn sé ég ekki líkur á því að bölmóður og skítkast lúti í lægra haldi fyrir samvinnu og átaki í því að gera Vestmannaeyjabæ að lífmiklum og  aðlaðandi stað á ný, ekki fyrst þú þrífst á því fyrra.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Ritstjóri

Ekki skil ég alveg þessi sárindi manna að líta á það sem skítkast að velta fyrir sér hálfkveðnum vísum í pistli sem fjallar um Gróusögur.  Það eru einmitt þessar hálfkveðnu vísur sem ýta undir fyrrnefndar sögur.  Mér hefði nú þótt hreinlegra af bæjarstjóranum að nafngreina þetta fólk sem um er rætt í pistlinum, eða láta það vera ella.

Þá þykir mér nú heldur ómerkilegt að senda hér inn komment án þess að þora að leggja nafn sitt við þau.  Það er þó kannski ekki skrýtið, því aðra eins röksemdafærslu hef ég nú sjaldan séð, ef röksemdir skyldi kalla.  Gísli, þú mátt þó eiga það að þú skrifar hér undir nafni.   Ég verð þó að ítreka að ég skil ekki alveg hvernig þú getur lesið bölmóð og skítkast út úr pistli mínum.  Er það bara af því ég er ekki sammála Sjálfstæðisflokknum í einu og öllu?

Ritstjóri, 13.2.2007 kl. 17:56

4 identicon

Nei, þú skilur það ekki ritstjóri, er þá ekki komin skýring á afhverju fylgið ykkar er komið niður í 3.9%, þið virðist ekki skilja eitt né neitt.  Þú segir að Elliði sé með hálfkveðnar vísur, og þess vegna þurfa framsóknarmenn ávallt að túlka hinn helminginn með drullumalli eins og þeim er einum lagið.

Þið fenguð ykkar tækifæri í bæjarstjórn og náðu á þeim örstutta tíma að gera allt vitlaust í bænum og í sömu andrá Eyjuna að aðhlátursefni í fjölmiðlum landsins.Ég verð ekki hissa þótt við sjáum fylgið ykkar komið undir 3% í næstu kosningum og vonandi verður þá framsóknarflokkurinn formlega látinn.

P.s Eg kem nafnlaus hér þar sem ég hef á engann hátt nokkurn áhuga á að láta bendla nafn mitt við framsókn því svo mikið er mönnum í mun að láta ekki bendla sig við framsókn að það er farið að senda fréttatilkynningu í blöðin um að það sé á engann hátt tengt framsókn, það segir meira en margt annað.

Stones (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband