7.2.2007 | 14:32
Víti til varnaðar
Var að enda við að hlusta á umfjöllun Kastljóss um málefni upptökuheimilisins að Breiðuvík á Barðaströnd, að ég held. Hvers eiga þessir blessaðir drengir að gjalda. Ég verð að segja, að ef þessar lýsingar eru réttar, sem engin sérstök ástæða er til að draga í efa, þá þarf að gera allt til að hjálpa þeim til að losa sig við þessar skelfilegu minnningar. Einföld afsökunarbeiðni af hálfu yfirvalda mun eflaust hjálpa. Meira þarf þó augljóslega að koma til. Það er engin tilviljun að flestir drengirnir skyldu leiðast af réttri braut, og komast í kast við lögin. Þar getur sjálfsagt enginn, nema sá er reynt hefur ímyndað sér líðan óharðnaðra unglinga við svona aðstæður. Ekki veit ég hvort það þjónar einhverjum tilgangi, að draga menn til ábyrgðar í þessu máli. Ef til vill hjálpar það fórnarlömbunum, en greinilega er þetta flókið mál og alla vega víti til varnaðar.
Friðbjörn Ó. Valtýsson
Þessi færsla kom í athugasemdir við síðustu færslu. Mér þykir hún eiga heima hér á forsíðunni.
Ritstjóri
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig væri að fengnir yrðu utanaðkomandi rannsóknaraðilar til að rannsaka ,,Geirfinnsmálið"? Upplýsingar sem stjórnvöld hafa fengið varðandi það sóðamál hefur verið stungið undir stól. Ég sendi slóðina, http://mal214.googlepages.com
Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.2.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.