19.11.2006 | 13:49
Andsvar?
Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson birti í gær það sem hann kallar andsvar við nýlegri grein hér á vefnum á eyjar.net og Eyjafréttum. Merkilegt er að í þessu andsvari hans svarar hann ekki í neinu þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram á vinnubrögð meirihlutans í bæjarstjórn, eða þá staðreynd að hann er langt kominn með að svíkja helstu kosningaloforð sín aðeins 6 mánuðum eftir kosningar. Hann sakar undirritaðan um að ausa auri með því einu að lýsa leikhúsi fáránleikans, sem síðasti bæjarstjórnarfundur vissulega var.
Ég vona svo sannarlega að sem flestir nýti sér upptökur Fjölsýnar og Bjarna Jónasar af bæjarstjórnarfundinum, skelli poppi í örbylgjuna, prenti út handritið sem birt var hér fyrir helgi og búi sig svo undir góða skemmtun. Ég vara fólk þó við að söguþráðurinn verður ansi flókinn á köflum og ekki alltaf auðvelt að átta sig á rökvísi meirihlutans. Hvað um það, þessir 4 tímar eru vel þess virði.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning