14.12.2006 | 10:24
Enga fatlaða á bæjarstjórnarfund, takk fyrir!
Enn ætlar bæjarstjórn að funda á Byggðasafninu, þrátt fyrir að safnið uppfylli ekki kröfur bæjarmálasamþykktar um aðgengi fyrir fatlaða. Auglýsing þess efnis birtist í bæjarblöðunum í dag. Það verður fróðlegt að sjá hvort ætlunin er að halda áfram að brjóta samþykktina á þennan hátt og jafnframt hvaða grein samþykktarinnar verður næst fyrir barðinu á bæjarstjórn. Það er að minnsta kosti ljóst að ferlimál fatlaðra eru ekki hátt skrifuð hjá bæjarstjórninni.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning