Fleiri greinar úr bæjarmálasamþykkt

Ákvæði bæjarmálasamþykktar um aðgengi fatlaðra var gróflega brotið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Eins og lesendur muna varð sá fundur að yrkisefni hér á síðunni og kom ekki til af góðu. Væntanlega hefur vandræðagangur meirihlutans valdið því að hann ákvað að halda fundinn uppi á háalofti í Safnahúsinu og vonast þannig til að sem fæstir mættu. Og til að bæta gráu ofan á svart stenst það húsnæði ekki kröfur bæjarmálasamþykktarinnar, en þar segir:

Bæjarstjórnarfundur skal haldinn í húsnæði sem fullnægir ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og byggingarreglugerðar um aðgengi fatlaðra.

Það væri athugandi fyrir varaformann fjölskylduráðs að taka þetta upp á næsta fundi ráðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband