8.12.2006 | 00:32
Fleiri greinar úr bæjarmálasamþykkt
Ákvæði bæjarmálasamþykktar um aðgengi fatlaðra var gróflega brotið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Eins og lesendur muna varð sá fundur að yrkisefni hér á síðunni og kom ekki til af góðu. Væntanlega hefur vandræðagangur meirihlutans valdið því að hann ákvað að halda fundinn uppi á háalofti í Safnahúsinu og vonast þannig til að sem fæstir mættu. Og til að bæta gráu ofan á svart stenst það húsnæði ekki kröfur bæjarmálasamþykktarinnar, en þar segir:
Bæjarstjórnarfundur skal haldinn í húsnæði sem fullnægir ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og byggingarreglugerðar um aðgengi fatlaðra.
Það væri athugandi fyrir varaformann fjölskylduráðs að taka þetta upp á næsta fundi ráðsins.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning