7.12.2006 | 23:30
Situr varaformaður fjölskylduráðs í trássi við bæjarmálasamþykkt?
Ritstjóri var að dunda sér við lestur bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar er hann rak augun í eftirfarandi í 1. málsgrein 41. greinar um ráð stjórnir og nefndir:
…skulu formenn og varaformenn rá́ðanna koma úr hópi aðal- og varabæjarfulltrúa.
Nú háttar svo til að varaformaður fjölskylduráðs er hvorki aðal- né varabæjarfulltrúi. Ekki svo að skilja að ég vilji á nokkurn hátt draga í efa hæfni varaformannsins til að sinna þessum málaflokki, enda hefur hún gert það um árabil af kostgæfni. En reglur eru settar til þess að fara eftir þeim og því þykir mér þetta skjóta skökku við. Ef brjóta má þessa grein þegar hentar, hvaða grein verður þá brotin næst, þegar það hentar? Hafi ég hinsvegar bara misskilið reglurnar svona illilega vona ég að einhver bendi mér á hvernig öðruvísi er hægt að skilja málið.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning