8.12.2006 | 17:30
Ekki til fyrirmyndar! (með athugasemd)
Þar sem ég hef það sem vinnureglu að breyta hvorki né eyða færslum hér á vefnum, set ég þessa athugasemd ofan við upprunalegan pistil. Bjallaði í Ómar Garðarsson eftir að ég setti þessa færslu inn og hann var í þeim töluðum orðum að ljúka við að setja inn svar við bréfi nafna míns. Ég hefði náttúrulega átt að hringja fyrst og skrifa svo Þakka Ómari skjót viðbrögð og vona að þetta verði ekki til að draga athyglina frá mjög svo mikilvægri umræðu, sem er aðgengi fatlaðra að þjónustu hér í bæ.
Ég verð að játa að nú þykja mér vinnubrögð ritstjórnar Eyjafrétta engan veginn til fyrirmyndar. Þeir hafa birt, athugasemdalaust, í uppslætti á vefsíðu sinni bréf frá Sigurði Friðrikssyni, viðskiptastjóra Glitnis í Vestmannaeyjum, sem augljóslega er birt á misskilningi. Þar eignar nafni minn mér skrif um húsnæði Glitnis við Kirkjuveg. Þau skrif voru alfarið á ábyrgð ritstjórnar Eyjafrétta. Ég benti aðeins á aðgengi að Safnahúsinu og eins og allir vita var þar engu logið. Mér þykir miður að ritstjórn Eyjafrétta reyni á þennan hátt að kasta rýrð á skrif mín hér á vefnum okkar og einkennilegt að hún skuli ekki taka ábyrgð á sínum eigin skrifum.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning