22.1.2007 | 12:07
Hækkun fargjalda í Herjólf
Enn er hoggið í sama knérunn og enn er það ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem ber þar ábyrgð. Nú munu fargjöld í Herjólf hækka um rúm 10% og þótti mörgum nóg þegar. Á meðan við Eyjamenn berjumst fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að fá felld niður fargjöld farþega þráast samgönguráðherra ekki bara við, heldur skellir framan í okkur hækkun. Strax heyrast fréttir af því að Eyjamenn muni bregðast við þessari ákvörðun af hörku. Jafnvel hefur heyrst að efna skuli til harðra mótmælaaðgerða um næstu mánaðamót. Það er kominn tími til að við setjum hnefann í borðið og segjum hingað og ekki lengra við þessa sjálfstæðismenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2007 kl. 11:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.