Góður aðalfundur

Á aðalfundi Framsóknarfélagsins sl. sunnudag var að sjálfsögðu mikið spjallað um pólitík; allt frá raforkuverði yfir í skýra andstöðu við einkavæðingu Íbúðalánasjóðs.

Formaður félagsins, Sigurður E. Vilhelmsson var endurkjörinn og Jónatan Guðni Jónsson kom nýr inn í stjórnina í stað Þórunnar Engilbertsdóttur. Að öðru leyti hélt sama mannval áfram, en stjórnina skipa, auk Sigurðar og Jónatans, þau Hallgrímur Rögnvaldsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Kristmundsson, Skæringur Georgsson og Víkingur Smárason.

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og ráðherra kjördæmisins, var gestur fundarins og hélt stutta tölu. Að henni lokinni, opnaði hann nýja vefsíðu félagsins, www.framsoknarbladid.is. Bjarni Harðarson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, mætti einnig og skýrði frá sinni sýn á stjórnmálin og framboði sínu.

Að lokum var stjórninni falið að tilnefna fulltrúa á kjördæmisþingið um næstu helgi í Reykjanesbæ og hvetur hún áhugasama til að hafa samband við Sigurð E. Vilhelmsson, s.vilhelmsson@gmail.com.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband