Kyndarar á Fréttum

Blaðamenn Frétta virðast stundum hafa lúmskt gaman af því að kynda undir einhverju sem ekkert er.  Nú virðast þeir telja að ritstjóri sé kominn í eitthvert stríð við Guðrúnu Erlingsdóttur.  Því fer fjarri.  Eins og kom skýrt fram í pistli mínum um varaformennsku í fjölskylduráði er honum ekki á nokkurn hátt beint gegn persónu Guðrúnar, enda þekki ég hana af góðu einu.  Ég var aðeins að benda á að þar væri bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar, sem V-listinn samdi ásamt D-lista síðastliðinn vetur, brotin.
Hvað varðar pistil um aðgengi fatlaðra að bæjarstjórnarfundum, beindi ég því til varaformanns fjölskylduráðs sem fulltrúa minnihlutans, að taka málið upp á næsta fundi, því ekki virðist meirihlutinn hafa miklar áhyggjur af aðgengi fatlaðra hér í bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband