8.12.2006 | 10:37
Kyndarar á Fréttum
Blaðamenn Frétta virðast stundum hafa lúmskt gaman af því að kynda undir einhverju sem ekkert er. Nú virðast þeir telja að ritstjóri sé kominn í eitthvert stríð við Guðrúnu Erlingsdóttur. Því fer fjarri. Eins og kom skýrt fram í pistli mínum um varaformennsku í fjölskylduráði er honum ekki á nokkurn hátt beint gegn persónu Guðrúnar, enda þekki ég hana af góðu einu. Ég var aðeins að benda á að þar væri bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar, sem V-listinn samdi ásamt D-lista síðastliðinn vetur, brotin.
Hvað varðar pistil um aðgengi fatlaðra að bæjarstjórnarfundum, beindi ég því til varaformanns fjölskylduráðs sem fulltrúa minnihlutans, að taka málið upp á næsta fundi, því ekki virðist meirihlutinn hafa miklar áhyggjur af aðgengi fatlaðra hér í bæ.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning