3.12.2006 | 12:00
Aðsendur pistill
Heil og sæl.
Það var vægast sagt skelfilegt aðupplifa þátt auglýsinga á annars ágætum þætti um starfsemi Unicef á Íslandi í gærkvöld. Frábært framtak, sem er söfnun heimsforeldra til styrktar börnum í Afríku. Það lá við að maður fengi ógeð á ósmekklegum auglýsingum ýmissa fyrirtækja á “nauðsynjavörum” fyrir jólin. S.s. smákökum Jóa Fel. bráðnauðsynlegum jólaseríum og ýmsu fleira drasli, sem verið er að telja okkur trú um, að fylgi jólaundirbúningi landsmanna. Með tilliti til umfjöllunaefnis þáttarins, hefði mér fundist eðlilegra, að hin ýmsu fyrirtæki hefðu sent önnur skilaboð inn á heimilin. Erum við Íslendingar orðnir svo veruleikafirrtir, að við skiljum ekki lengur einföldustu umhugsunarefni.
Kveðja Friðbjörn Valtýsson
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning