19.11.2006 | 12:46
Góður fundur í gær
Góð mæting var á fund með Jóni Sigurðssyni og Guðna Ágústssyni í Akóges salnum í gær. Fjörlegar umræður voru um helstu hagsmunamál Eyjamanna og stöðuna í landsmálunum almennt. Formaður og varaformaður Framsóknarflokksins fóru af fundi með góða innsýn í hvar skórinn kreppir, en einkum voru samgöngu- og atvinnumál til umræðu. Við væntum þess að Framsóknarflokkurinn vinni vel að málefnum Eyjamanna á næstu misserum og mun Framsóknarfélag Vestmannaeyja tryggja að ríkisstjórnin fái ekki færi á að gleyma okkur.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning