8.11.2006 | 11:19
Athugasemd til Eyjafrétta
Athugasemd birtist á vef Eyjafrétta í gær þar sem tölur um útstrikanir Lúðvíks Bergvinssonar voru leiðréttar. Ritstjóri Framsóknarblaðsins leiðrétti tölurnar samstundis hér á síðunni og sendi eftirfarandi tölvupóst til ritstjórnar Eyjafrétta. Þar sem hún hefur enn ekki séð ástæðu til að birta póstinn á vef sínum fylgir hann hér í heild sinni:
Kæra ritstjórn,
Gaman að vita að Lúðvík hefur a.m.k. mátt vera að því að lesa vefinn okkar í dag. Hvað varðar útstrikanir játar ritstjórn á sig mistök við útreikninga og hefur villan verið leiðrétt í pistlinum.
Í kjölfarið vill ritstjórn benda Fréttum og Lúðvík á meinlega villu sem slæddist inn í viðtal Ómars Garðarssonar við Lúðvík í nýlegu tölublaði Frétta. Þar minnir Lúðvík ranglega að V-listinn hafi fengið
um 40% atkvæða í síðustu kosningum. Hið rétta er að V-listinn fékk aðeins rúmlega 30% atkvæða í kosningunum (34.5%). Vonumst við til að Lúðvík og/eða ritstjórn Frétta bregðist jafn skjótt við og
Framsóknarblaðið og leiðrétti þessa villu.
Bestu kveðjur,
Sigurður E. Vilhelmsson
ritstjóri Framsóknarblaðsins
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning