14.1.2007 | 12:21
Fundur frambjóðenda í prófkjörinu
Frambjóðendur í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eru nú að ljúka fundaherferð um kjördæmið. Síðasti fundurinn verður í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld. Fundurinn verður í Akóges salnum og hefst kl. 20:00. Fyrst munu frambjóðendur hafa stutta framsögu til að kynna sig og helstu stefnumál sín, en svo verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.
Fundirnir fram til þessa hafa verið ágætlega sóttir og mjög fjörugar umræður skapast. Greinilegt er að atvinnumál og samgöngur eru fólki mjög ofarlega í huga, einkum eftir því sem austar dregur í kjördæminu. Hér er kærkomið tækifæri fyrir Eyjamenn að spyrja frambjóðendur spjörunum úr og gera upp hug sinn fyrir prófkjörið sem fram fer næstkomandi laugardag.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning