26.11.2006 | 12:54
Frábær miðstjórnarfundur
Ritstjóri sat miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gær. Þar stimplaði Jón Sigurðsson sig rækilega inn sem öflugur leiðtogi flokksins. Ræða hans var frábær og þurfti hann margoft að gera hlé á máli sínu vegna lófataks fundarmanna. Mörg ummæli hans hafa fengið verðskuldaða athygli í fjölmiðlum enda má segja að í gær hafi orðið nýtt upphaf í sögu flokksins.Formaðurinn gerði upp við mörg erfið mál liðins kjörtímabils og virðist kominn í gott samband við grasrót flokksins eftir fundaherferð forystunnar um landið síðustu vikur. Framsóknarmenn geta litið björtum augum til komandi kosningavetrar með þessa öflugu og samstilltu forystu flokksins sem lagði línurnar á miðstjórnarfundinum í gær.
Breytt 24.1.2007 kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning