Prófkjör í Suðurkjördæmi

20. janúar, 2007
10:00til18:00

Prófkjör Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi verður haldið laugardaginn 20. janúar.  Mikil spenna er í kringum prófkjörið því ljóst er að til uppgjörs kemur á milli Guðna Ágústssonar og Hjálmars Árnasonar í baráttu þeirra um efsta sætið.  Erfitt er að sjá að sá sem bíður lægri hlut telji sér fært að taka 2. sætið, lendi hann þar, svo röðun í næstu sæti á eftir mun skipta miklu máli.  Baráttan um 2. sætið er ekki síður hörð, þar sem þrír frambjóðendur hafa gefið kost á sér.

Tenglar á þá frambjóðendur sem hafa komið sér upp heimasíðu eru hér til hægri á síðunni og ef einhverja vantar eru ábendingar vel þegnar.

Prófkjörið er opið öllum félagsmönnum í Framsóknarfélögum í Suðurkjördæmi.  Hægt er að skrá sig í flokkinn á kjörstað, en einnig er hægt að ganga frá skráningu hjá formönnum félaganna eða á heimasíðu Framsóknarflokksins.  Fólk með lögheimili utan kjördæmisins getur skráð sig í flokkinn í dag og á morgun (12. janúar) og beðið um að láta skrá sig í félög í kjördæminu.  Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur yfir 16.-18. janúar, en í Eyjum verður kosið í Alþýðuhúsinu frá 10-18 laugardaginn 20. janúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband