Eyjar: Viðtal Eydís Tórshamar, 4.sæti

Segðu okkur frá sjálfri þér?

Eydís Tórshamar heiti ég og er sjúkraliði og er á öðru ári í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.  Ég er fædd í Færeyjum og flutti ásamt mömmu minni og bróður til Vestmannaeyja 1978.  Mamma mín er Guðný Anna Tórshamar, kölluð „Dinna“ og hún er ekkja  Jóhannesar Esra Ingólfssonar sem gekk mér í föðurstað. 

Ég ólst upp í Vestmannaeyjum og gekk í Barnaskólann en fór snemma að þvælast.  Átján ára fór ég sem Au-pair í til Bandaríkjanna og var þar í tæp tvö ár og svo með annan fótinn þar í mörg ár á eftir.  Ég fór líka að vinna á Jersey á Ermarsundi 1997-1998 sem var stórkostleg upplifun þar sem ég var svo heppin að kynnast ensk/franskri menningu en þar sem eyjan er mitt á milli Englands og Frakklands voru öll nöfn á frönsku sem enginn gat borið fram því allir töluðu ensku, svo ég minnist ekki á vinstri umferðina!
Árið 1999 flutti ég til Álaborgar í Danmörku og bjó þar fram á haust. 2006.  Þar var ég að vinna í skólum og var í námi sem „pædagog“ sem er sambland af leikskólakennara og þroskaþjálfa og líka á barnaspítala, sem kveikti áhuga minn á heilbrigðisgeiranum.  Ég fékk vinnu á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum stuttu eftir að ég flutti heim og byrjaði í sjúkraliðanáminu í FÍV.  Ég kláraði sjúkraliðanámið og stúdentsprófið á 35 ára afmælisdeginum mínum og var ákveðin ði að halda áfram í hjúkrunarfræði eftir það. 

Hvers vegna framboð?

Stjórnmál hafa verið áhugamál hjá mér en ég hef verið  meira í því að kvarta heima. Tækifærið til að geta  tekið þátt í að gera samfélaginu til bóta í Vestmannaeyjum er núna.  Bæta þarf þjónustu við aldraða, við börnin okkar og nýta þann mannauð sem við eigum hérna í Eyjum.  Það verður að sjá til þess að þjónustan spítalanns skerðist ekki meira og að hér sé öruggt að vera.  Hér er stórkostlegt fólk og náungakærleikurinn er mikill og til þess að það haldi áfram verðum við að passa uppá hvort annað og vinna saman að því að hér vilji fólk eyða ævinni.  Ég er óháð flokkspólitík því ég trúi því að stjórnmál snúist um fólk, en ekki flokka. Á B-listanum er góður hópur sem á eftir að gera góða hluti í bæjarstjórn Vestmannaeyja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband