26.5.2010 | 23:15
Eyjar: Gagnsæi - hvað þýðir það?
Til að við getum tekið þátt í að móta samfélagið okkar þurfum við að vita hvað er að gerast. Við þurfum að vita hvað bæjarstjórnin er að brasa svo við höfum tækifæri til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Gagnsæ stjórnsýsla snýst um það. Hún snýst um að miðla upplýsingum og opna allt ákvörðunarferli bæjarstjórnar. Reykfylltu bakherbergin heyra sögunni til og vinna þarf hlutina fyrir opnum tjöldum. Í Eyjum hefur löngum skort á þetta gagnsæi og allt of oft standa íbúar ráðalausir gagnvart orðnum hlut. En hvað er til ráða?
Umboðsmaður íbúa
Nauðsynlegt er að koma á fót embætti umboðsmanns íbúa. Hann þarf að vera sjálfstæður gagnvart stjórnkerfinu og hefur það hlutverk að aðstoða íbúa í samskiptum við bæinn, hvort sem um er að ræða kvartanir eða ábendingar. Þá getur hann aðstoðað bæjarbúa sem þurfa á þjónustu eða upplýsingum að halda. Slíkur umboðsmaður gæti til dæmis tekið á móti þeim sem flytjast í bæinn og verið þeim til halds og trausts. Þá gæti hann leitt þróun íbúalýðræðis og annast íbúakosningar.
Virk vefgátt
Stórefla þarf vef Vestmannaeyjabæjar. Hann þarf að verða raunveruleg íbúagátt, þar sem hver íbúi getur skráð sig inn og nálgast auðveldlega allar upplýsingar, umsóknir, og önnur gögn. Þar ættu bæjarbúar að geta fylgst með gangi sinna mála er varða bæinn og náð sambandi við umboðsmann og aðra starfsmenn ef þörf krefur.
Útsendingar funda
Til að auðvelda bæjarbúum að fylgjast með vinnu bæjarstjórnar þarf að senda fundi hennar út á vef bæjarins og vista þar upptökur af eldri fundum. Þá ættu fastanefndir að halda opna fundi a.m.k. árlega, sem einnig mætti senda út á netinu.
Þetta eru aðeins nokkrar þeirra leiða sem við leggjum til svo auka megi gagnsæi stjórnsýslunnar og efla þannig lýðræðið í Eyjum. Lýðræði, samvinna og gagnsæi er það sem við þurfum á að halda.
Sigurður E. Vilhelmsson skipar 1. sæti á B-lista Framsóknar og óháðra
Umboðsmaður íbúa
Nauðsynlegt er að koma á fót embætti umboðsmanns íbúa. Hann þarf að vera sjálfstæður gagnvart stjórnkerfinu og hefur það hlutverk að aðstoða íbúa í samskiptum við bæinn, hvort sem um er að ræða kvartanir eða ábendingar. Þá getur hann aðstoðað bæjarbúa sem þurfa á þjónustu eða upplýsingum að halda. Slíkur umboðsmaður gæti til dæmis tekið á móti þeim sem flytjast í bæinn og verið þeim til halds og trausts. Þá gæti hann leitt þróun íbúalýðræðis og annast íbúakosningar.
Virk vefgátt
Stórefla þarf vef Vestmannaeyjabæjar. Hann þarf að verða raunveruleg íbúagátt, þar sem hver íbúi getur skráð sig inn og nálgast auðveldlega allar upplýsingar, umsóknir, og önnur gögn. Þar ættu bæjarbúar að geta fylgst með gangi sinna mála er varða bæinn og náð sambandi við umboðsmann og aðra starfsmenn ef þörf krefur.
Útsendingar funda
Til að auðvelda bæjarbúum að fylgjast með vinnu bæjarstjórnar þarf að senda fundi hennar út á vef bæjarins og vista þar upptökur af eldri fundum. Þá ættu fastanefndir að halda opna fundi a.m.k. árlega, sem einnig mætti senda út á netinu.
Þetta eru aðeins nokkrar þeirra leiða sem við leggjum til svo auka megi gagnsæi stjórnsýslunnar og efla þannig lýðræðið í Eyjum. Lýðræði, samvinna og gagnsæi er það sem við þurfum á að halda.
Sigurður E. Vilhelmsson skipar 1. sæti á B-lista Framsóknar og óháðra
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.5.2010 kl. 20:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.