Eyjar: Hvers virði eru börnin okkar?

"Hlustaðu á mig, leyfðu mér að segja þér hvernig mér líður þegar ég heyri ekki í kennaranum....... það er erfitt..."

Menntun er forsenda framfara.  Við gerum kröfu á að hafa skóla án aðgreiningar, skóla sem mætir þörfum nemenda í samræmi við þarfir og þroska hvers og eins og skóla þar sem börnin okkar fá jöfn tækifæri.

Foreldra eiga ekki að þurfa að berjast fyrir rétti barns síns í grunnskóla.  Það á að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á meiri aðstoð við nám en aðrir fái hana og þeir sem eiga við  fötlun að stríða t.d. skerta heyrn fái tilhlítandi úrræði önnur en þau að þurfa að sitja á fremsta bekk eða að leita á náðir líknafélaga. Það er skylda skólans að mæta þörfum allra nemenda skólans og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.

Því miður hafa foreldrar barna alltof oft komið að lokuðum dyrum og ekki fengið þá sértæku aðstoð sem sum hver þurfa  á að halda í skólastofu.

"Hlustaðu á mig, leyfðu mér að segja þér hvernig mér líður þegar ég heyri ekki í kennaranum....... það er erfitt mamma..."

Dæmi eru um það í Eyjum að foreldrar heyrnaskerts barns hafi þurft að leita til líknafélaga til að fá hljóðkerfi í skólastofu, til að barn þeirra hefði sömu möguleika á að heyra það sem fram fór í kennslustofunni því ekki var til fjármagn til slíkra kaupa. Forgangsröðun bæjarins hafa ekki náð til þessara þarfa nemenda því miður og þess vegna eiga þessir einstaklingar erfitt uppdráttar.

Það er útbreidd skoðun foreldra að hlutverk skólans sé að standa vörð um velferð barna sinna.  Jafnrétti á að vera í orði sem og á borði.  Sú staðreynd að foreldrar fatlaðra barna í Grunnskóla Vestmannaeyja verði að leita til líknarfélaga til að tryggja jafnrétti til náms er fráheyrt.

Börnin okkar eru meira virði en svo.

Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir skipar 6.sæti B-lista Framsóknar og óháðra

(Greinin birtist fyrst í Fréttum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband