Eyjar: Stórkostlegir tónleikar!

Ég fór á stórkostlega tónleika með hljómsveitinni Tríkot og Lúðrasveit Vestmanneyja í gær.  Eftir að hafa notið þess að hlusta á þau spila hverja perluna á fætur annari fór ég að velta fyrir mér hvernig í ósköpunum svo stór hópur ólíkra einstaklinga gæti myndað svona heild. Hvernig 75 manns, hver með sitt hljóðfæri, gætu hljómað svo vel saman.  Þarna var samankominn hópur fólks, hver með sína hæfileika, sem starfaði saman sem ein heild.  Lykilorðið er samvinna, sem er grundvöllurinn að svo mörgu. 

Útkoman hefði ekki orðið svona glæsileg ef Tríkot hefði spilað sitt án þess hlusta eftir því sem lúðrasveitin var að gera og öfugt.  Hvað þá ef t.d.  trompetleikararnir hefðu nú spilað hver eftir sínu nefi eða túbuleikararnir tekið sóló í hverju lagi, eða bara þegar þá langaði til.  Á svona tónleikum þurfa allir að vinna saman eins og ein stór fjölskylda. Hver og einn þarf að hlusta á alla hina og samvinnan er fyrir öllu.
Það sama á við um samfélagið okkar ef okkur á að ganga vel.  Hver eining getur getur ekki starfað nema í samvinnu við heildina og það eru einstaklingar sem skapa heildina.  Heildin væri ekki neitt án einstaklinganna.  Hvað væri lúðrasveit án hljóðfæraleikara?  Hvað væru tónleikar án áhorfenda? Hvað væri bæjarfélag án íbúa? Hver og einn er mikilvægur og allar raddir þurfa að heyrast, en heildin er sterkari en einstaklingarnir sem hana skipa.  Hver einstaklingur er mikilvægur og rödd hans verður að heyrast. Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu.

Eydís Tórshamar skipar 4. sæti á lista Framsóknar og óháðra

(Birtist fyrst í Fréttum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband