Ályktun stjórnar Framsóknarfélags Vestmannaeyja

Í kjölfar þeirrar umræðu sem orðið hefur í þessari viku um að einhverjir óþekktir aðilar innan Framsóknarflokksins hyggist hagræða úrslitum prófkjörs Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, samþykkti stjórn Framsóknarfélags Vestmannaeyja eftirfarandi ályktun á fundi í gær.

Framsóknarfélag Vestmannaeyja lýsir ánægju með góða þátttöku í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um nýliðna helgi.  Jafnframt leggur félagið ríka áherslu á að framboðslisti flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor verði skipaður því góða fólki sem lagði á sig mikla vinnu og mikinn kostnað við þátttöku í prófkjörinu.  Framsóknarfélag Vestmannaeyja leggur ríka áherslu á að lýðræðisleg kosning verði látin ráða og ákveði frambjóðendur að taka ekki þau sæti sem þeim ber á listanum skuli þeir frambjóðendur sem á eftir koma færast upp listann.  Það er mikilvægt að almennar leikreglur séu virtar svo flokkurinn þurfi ekki enn á ný að þola umræðu um spillingu, klíkuskap og reykfyllt bakherbergi.

Stjórn Framsóknarfélags Vestmannaeyja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Þau eru algjörlega óþolandi þessi klíku og subbuvinnubrögð. Það verður að halda vinnubrögðum sem þekkt eru sem Binga-brögð (klíku, svindl og svínarí) frá flokknum.

Vonandi að lýðræðið fái einu sinni að njóta sín.

Sigurður Svan Halldórsson, 27.1.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband