Eyjar: Íbúakosningar

Helsta baráttumál B-listans er að teknar verði upp íbúakosningar í Vestmannaeyjum. Við leggjum til að 25% bæjarbúa geti með undirskriftalistum óskað eftir kosningum um einstök mál, önnur en lögbundin verkefni sveitarfélagsins og þannig haft bein áhrif á mótun samfélagsins í Eyjum. Með því móti teljum við að bæjarstjórn geti unnið í betri sátt við íbúana en verið hefur. En hvað er íbúakosning og hvernig fer hún fram?  Við getum tekið dæmi um hvernig vinna má skipulag tjaldsvæðisins á mun lýðræðislegri hátt en gert hefur verið.

Íbúar Bessahrauns gætu staðið fyrir undirskrifasöfnun meðal kosningabærra íbúa. Takist þeim að safna undirskriftum 25% kjósenda væri bæjarstjórn skylt að láta fara fram kosningar um staðsetningu tjaldsvæðisins. Þá gæti bæjarstjórnin auglýst eftir hugmyndum um nýja staðsetningu og bæjarbúum gæfist þannig kostur á að skila inn hugmyndum. Bærinn ynni í framhaldinu úr tillögunum, greindi kosti þeirra og galla út frá sjónarmiðum ferðaþjónustu, íbúa og annarra sem hagsmuna ættu að gæta,  auk þess að gera kostnaðaráætlun fyrir hvert svæði.

Að því loknu má fækka valkostunum, t.d. miðað við það fjármagn sem ætlað væri í framkvæmdina. Þessir valkostir væru svo kynntir ítarlega, með opnum fundi og auglýsingu. Að lokum yrði boðað til kosninga þar sem bæjarbúar tækju endanlega ákvörðun um staðsetningu tjaldsvæðisins.

En er þetta ekki óþarflega flókið og dýrt? Vissulega er þetta flóknara ferli en ef bæjarstjórn gæti tekið ákvörðunina einhliða. Hins vegar má benda á að þau kærumál, breytingar á skipulagi og tafir á framkvæmdum sem geta fylgt einhliða ákvörðunum kosta líka mikinn tíma og peninga. Kosningarnar sjálfar þurfa svo ekki að kosta mikið. Hægt er að gefa fólki kost á að kjósa rafrænt, t.d. í gegnum heimabanka, auk þess sem hægt væri að setja upp tölvur í ráðhúsinu þar sem fólk gæti fengið aðstoð við að greiða atkvæði. Með því að láta kosningarnar standa yfir í nokkra daga þyrftu þær ekki að valda umtalsverðu álagi á þá starfsmenn bæjarins sem þeim sinntu, auk þess sem talning og úrvinnsla yrði öll rafræn.En er þetta ekki óþarflega flókið og dýrt? Vissulega er þetta flóknara ferli en ef bæjarstjórn gæti tekið ákvörðunina einhliða. Hins vegar má benda á að þau kærumál, breytingar á skipulagi og tafir á framkvæmdum sem geta fylgt einhliða ákvörðunum kosta líka mikinn tíma og peninga. Kosningarnar sjálfar þurfa svo ekki að kosta mikið. Hægt er að gefa fólki kost á að kjósa rafrænt, t.d. í gegnum heimabanka, auk þess sem hægt væri að setja upp tölvur í ráðhúsinu þar sem fólk gæti fengið aðstoð við að greiða atkvæði. Með því að láta kosningarnar standa yfir í nokkra daga þyrftu þær ekki að valda umtalsverðu álagi á þá starfsmenn bæjarins sem þeim sinntu, auk þess sem talning og úrvinnsla yrði öll rafræn.

(Greinin birtist fyrst í 1.tölublaði blaðs B-lista Framsóknar og óháðra í Vestmannaeyja)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband